Talstudío Ásthildar

Bínubækurnar

Bækurnar Bína bálreiða og Bína fer í leikskóla byggja á langri reynslu höfundar af því að að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska hjá ungum börnum. Bína er reið af því að hún veit ekki hvernig hún á að haga sér. Stundum kastar hún sér í gólfið og öskrar. Í bókunum lærir hún ýmislegt gagnlegt sem tengist snemmtækri íhlutun og lærir undirstöðuþætti boðskipta Bækurnar eru myndskreyttar af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni. Honum tekst að glæða persónurnar í bókunum einstöku lífi þannig að auðvelt er að láta sér þykja vænt um þær.

Það sem Bína lærir í bókinni Bína bálreiða er að sitja kyrr, hlusta, passa hendur, bíða, setja sig í spor annarra, gera til skiptis, endurtaka og muna. Einnig lærir hún ný orð, hermir eftir hljóðum og lærir að þekkja stafinn sinn ásamt því að finna orð sem að byrja á sama staf og hún á. Í bókinni Bína fer í leikskóla kvíðir hún fyrir að byrja í leikskólanum. Hún er ekki viss um að mamma komi aftur að sækja hana og hún veit ekki alltaf hvernig hún á að hegða sér innan um hina krakkana. Í leikskólanum lærir hún margt skemmtilegt, til dæmis hvað leiktækin heita, hvernig hún eignast vini, lærir að biðja um hjálp ásamt því að læra mörg ný orð. Fjöldi dýra koma Bínu til hjálpar og bækurnar byggja á upprifjun og endurtekningu. Ung börn þurfa og hafa mjög gaman af því að endurtaka það sem að þeim finnst skemmtilegt. Þetta kemur t.d. fram þegar þau vilja lesa sömu bókina eða horfa á sama myndbandið aftur og aftur.



Finna eftir:
Bína Bálreiða

Bína Bálreiða


Hringja eftir verði
Brúðan Bína verður reið þegar hún veit ekki hvernig hún á að að hegða sér. Stundum kastar hún sér í gólfið og öskrar. Guðrún Svava, mamma hennar, sér að hún þarf að læra að hegða sér betur. Hún kennir henni ýmislegt gagnlegt, til dæmis að sitja kyrr, hlus [Nánari lýsing...]
Bína fer í leikskóla

Bína fer í leikskóla


Hringja eftir verði
Bína kvíðir fyrir að byrja í leikskólanum. Hún er ekki viss um að mamma komi aftur að sækja hana og hún veit ekki alltaf hvernig hún á að hegða sér innan um krakkana. Í leikskólanum lærir hún margt skemmtilegt, til dæmis hvað leiktækin heita, hvernig hún [Nánari lýsing...]

Bína leysir töfra bókstafanna

Bína leysir töfra bókstafanna


Hringja eftir verði
Stefnt er á að bókin komi út fyrir næstu jól [Nánari lýsing...]

  • «« Start
  • « Prev
  • 1
  • Next »
  • End »»
Results 1 - 3 of 3